Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Af (MR)hroka Stefáns Pálssonar

Keppendur taka mark á Stefáni

Það var ljótt af Stefáni að segja lið Kvennaskólans "hvort sem er ekki hafa átt möguleika á að vinna þessa keppni" en það var haft eftir honum í Fréttablaðinu í dag. Hann af öllum mönnum á að vita betur en að láta slíka vitleysu uppúr sér, málið er viðkvæmt og að sjálfsögðu taka keppendur orð hans inná sig vegna reynslu og árangurs hans í Gettu Betur. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 

Auk þess er algengt að lið sem hafi komist svo langt öllum að óvörum bæti sig talsvert á loka sprettinum, Stefán er greinilega enn haldinn þeirri firru að MR, hans gamla lið, eigi eina almennilega liðið í Gettu Betur.

 Bæði núverandi og fyrrverandi MR-ingar eru oft sagðir haldnir MR-hroka sem felst í stöðugri trú þeirra á að MR sé besti skólinn á Íslandi, "við erum elst,við erum best" og að skoðanir þeirra séu meira virði en annarra. Að aðrir framhaldsskólar séu "the easy way out" og ef þú vilt verða eitthvað í samfélaginu verðurðu að hafa útskrifast úr MR. Líklega má finna slíka tryggð innan veggja flestra skóla en MR-hrokinn er hvað mest umtalaður.

Það fer reyndar fækkandi í hópi "MR-hrokana" líklega vegna minnkandi vinsælda MR en færri og færri sækja um í skólann skilst mér á meðan hinir "gömlu"skólarnir Versló, MH og Kvennó hafa ekki undan umsóknum.

 Ætli Stefán sé einn af þessum "MR-hrokum" og eigi erfitt með að sætta sig við velgengni annarra en MR? Eitt er víst að ég er haldinn Kvennó-hroka eins og flestir vita.

Góðar stundir,

Ásgeir

 

 

 


mbl.is MH og Kvennaskólinn senda frá sér yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill hún stólinn?

Hún er án efa einhver klárasti stjórnmálamaður á Íslandi í dag, sterkur karakter sem lætur engan yfir sig ganga. Síðan er annað mál hvort hún vilji borgarstjórastólinn eftir allt saman, ég er ekkert viss um það!

Á síðustu misserum hafa fjölmiðlar birt viðtöl þar sem talað er um svo til gerða valdabaráttu milli Hönnu og Gísla, að hvorki þau né flokkurinn geti gert það upp við sig hver eigi að taka við. Ég held hins vegar að þau séu bæði til í tuskið en ekki endilega strax og vilji í raun hvorugt taka við eins slæmu búi og raun er.  Húsið við tjörnina logar og þótt borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi öll vatn á eldinn er ekkert víst að einhver vilji tæma brúsann svo snemma á pólitískum ferli sínum. 

Ef Hanna Birna tekur við og Sjálfstæðisflokkurinn "tapar" í næstu kosningum verður sá atburður lýti á ferilskrá Hönnu það sem eftir er. Hún ætti að hleypa öðrum að og færa sig í landspólitíkina þar munum við sjá hennar rétta og sanna sjálf! 

 Hlauptu Hanna, Hlauptu!!!

Þessi kona heitir líka Hanna Birna ;) Hanna er góð fyrirmynd ungra kvenna

 

 

  


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturhaldssemi/Skandall

Lið Kvennó stóð sig með mikilli prýði

   

Sú ákvörðun að Kvennó fari ekki áfram er skandall. Niðurstaðan er byggð á þeim rökum að slíkt hafi aldrei verið gert áður. Þetta er óréttlæti bæði gagnvart MH og Kvennó.

    MH-ingar hljóta að víla það fyrir sér hvort liðið segi sig ekki úr keppni og leyfi réttmætum sigurvegurum að halda áfram, liðið hlýtur að finna sig í einhverskonar tilvistarkreppu það sem eftir er af keppninni.

    Mistök hafa komið fyrir áður í Gettu Betur þá oftast vafaatriði eða svör gefin sem gætu talist rétt en ekki nákvæmlega svarið sem dómari leitar eftir, það á hins vegar ekki við hér. 

     Í það minnsta á RÚV að greiða nemendafélagi Kvennaskólans skaðabætur sem samsvarar þeirri upphæð sem liðið hefði fengið fyrir sigur.

    Einnig gagnrýni ég RÚV, stýrihóp GB og Andrés Indriðason harkalega fyrir algjöru vöntun á upplýsingaflæði til áhorfenda, GB heimasíða RÚV er svo gott sem dauð og ef ekki væri fyrir frábært framtak einkaaðila, www.gettubetur.is , væri engin umfjöllun um keppnina í ár.  

En svona getur lífið verið ósanngjarnt!!!


mbl.is Mistök í Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blog, blog,blog!

Heil og sæl ágæta fólk,

 Nú fannst mér kominn tími á blog, já eins og þið sjáið hef ég stofnað blog-síðu eins og flestir heilvita menn gera nú á dögum. Þetta er ágæt leið til að koma skoðunum sínum á framfæri og gefur öðrum færi á að gagnrýna mín skrif. 

Ég hef lagt það í vana minn að skrifa ávallt undir nafni, ég skammast mín ekki fyrir skoðanir mínar og tel mig geta ætlast til þess sama af mínum lesendum þ.e. að hér gagnrýni allir undir nafni.

 Síðan er tileinkuð já mér og bara mér og mínum skoðunum, skoðun er aldrei röng. Skoðun getur verið óupplýst og allt til heimskuleg en ekki mínar en eins og vinir mínir og fjölskylda vita manna best hef ég sjaldan eða aldrei rangt fyrir mér.

 Hér munu ýmsir fá að heyra það, ég þoli ekki misstök þá sérstaklega því að ég geri þau. 

 

Kær kveðja,

Ásgeir  


Höfundur

Ásgeir Guðmundsson
Ásgeir Guðmundsson
Gamall Kvennskælingur og félagsmaður mikill. Vesturbæingur í húð og hár sem stendur ekki á sama. Mér finnst lífið skemmtilegt og þess virði að lifa. Ég á góða vini og frábæra fjölskyldu sem veita mér aðhald og ást.

Nýjustu myndir

  • Kvöldmaturinn GarkanX í pontu
  • Lok kvölds
  • Kynnir kvöldsins
  • Kynnir kvöldsins
  • DSCF1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband