Af (MR)hroka Stefáns Pálssonar

Keppendur taka mark á Stefáni

Það var ljótt af Stefáni að segja lið Kvennaskólans "hvort sem er ekki hafa átt möguleika á að vinna þessa keppni" en það var haft eftir honum í Fréttablaðinu í dag. Hann af öllum mönnum á að vita betur en að láta slíka vitleysu uppúr sér, málið er viðkvæmt og að sjálfsögðu taka keppendur orð hans inná sig vegna reynslu og árangurs hans í Gettu Betur. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 

Auk þess er algengt að lið sem hafi komist svo langt öllum að óvörum bæti sig talsvert á loka sprettinum, Stefán er greinilega enn haldinn þeirri firru að MR, hans gamla lið, eigi eina almennilega liðið í Gettu Betur.

 Bæði núverandi og fyrrverandi MR-ingar eru oft sagðir haldnir MR-hroka sem felst í stöðugri trú þeirra á að MR sé besti skólinn á Íslandi, "við erum elst,við erum best" og að skoðanir þeirra séu meira virði en annarra. Að aðrir framhaldsskólar séu "the easy way out" og ef þú vilt verða eitthvað í samfélaginu verðurðu að hafa útskrifast úr MR. Líklega má finna slíka tryggð innan veggja flestra skóla en MR-hrokinn er hvað mest umtalaður.

Það fer reyndar fækkandi í hópi "MR-hrokana" líklega vegna minnkandi vinsælda MR en færri og færri sækja um í skólann skilst mér á meðan hinir "gömlu"skólarnir Versló, MH og Kvennó hafa ekki undan umsóknum.

 Ætli Stefán sé einn af þessum "MR-hrokum" og eigi erfitt með að sætta sig við velgengni annarra en MR? Eitt er víst að ég er haldinn Kvennó-hroka eins og flestir vita.

Góðar stundir,

Ásgeir

 

 

 


mbl.is MH og Kvennaskólinn senda frá sér yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir að bæta mér við sem bloggvini Ásgeir.

Tek undir hvert orð hjá þér. Kvennó má vera stolt af sínu, en það er alveg óþarfi að gera lítið úr skólanum eins og nafni minn Pálsson gerir. Það er samt helvíti skítt að tapa svona, þegar að sigur náðist faktískt. Þeir sem standa að þessari keppni verða að taka sig saman í andlitinu og passa upp á svona rugl gerist ekki aftur.

Það er flott hjá Kvennó að sýna að þeir séu alvöru keppinautar um það að komast í undanúrslit. Liðin vann upp forskot MH glæsilega og sýndi mikinn karakter. Verður gaman að fylgjast með þeim á næsta ári.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.2.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásgeir Guðmundsson
Ásgeir Guðmundsson
Gamall Kvennskælingur og félagsmaður mikill. Vesturbæingur í húð og hár sem stendur ekki á sama. Mér finnst lífið skemmtilegt og þess virði að lifa. Ég á góða vini og frábæra fjölskyldu sem veita mér aðhald og ást.

Nýjustu myndir

  • Kvöldmaturinn GarkanX í pontu
  • Lok kvölds
  • Kynnir kvöldsins
  • Kynnir kvöldsins
  • DSCF1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 105

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband