Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Savannah, Armstrong, NY og LV

Jæja þá loksins efni ég loforð mín og blogga ;)

Skóli (lífsins)

 Já lífið er gott! Ég skal kenna ykkur á lífið við fyrsta tækifæri en nú fæ ég að njóta. Eftir að hafa komið mér ágætlega fyrir í íbúðinni ásamt þremur öðrum drengjum, sem hver er öðrum betri, var komið að alvörunni. Skólinn hófst 18. síðasta mánaðar og það var ekki fyrr en á síðustu stundu sem að ég loksins ákvað mig. Fyrst var ég skráður sem líffræði major af einhverjum undarlegum ástæðum en ég var fljótur að breyta því yfir í verkfræði, eftir nokkra klukkutíma umhugsun breytti ég aftur um major yfir í Hagfræði því ég var og er ekki tilbúinn til að eyða þessu ári í eintóma stærðfræði og vitleysu. Ég tek bæði rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði á þessari önn í bland við US. History. Eftir að hafa stressað mig á að enskan yrði mér að falli í um viku var ég ásamt öllum öðrum í bekknum látin taka einskonar enskupróf þar sem ég rúllaði sjálfum kananum upp og fann mitt hógværa sjálfstraust á ný. Ég skráði mig úr áfanga sem heitir "American foreign policy" eftir fyrsta tímann en prófessorinn byrjaði tímann á kenna Evrópuráðinu um stríðið í Georgíu og lýsa yfir strangri þjóðerniskennd sem enginn megi gagnrýna svo ég, eins og flestir sem mig þekkja vita, gat ekki ímyndað mér að sitja undir þeirri fánahylli og munnræpu sem það var við völd og gekk út án eftirsjá ;) 

Skólinn gengur óvenju vel þrátt fyrir að hann spili lítið hlutverk í veru minni hérna, allavega hingað til ;) En að skemmtilegri málum..... drengirnir sem ég deili íbúð með heita Kyle, Greg og Rob sem eru dáldið týpísk nöfn en það eru þeir ekki. Yndælis drengir sem kunna að skemmta sér, Kyle varð 21 árs í gær svo helgin er frátekin fyrir pöbbarölt með greyið stráknum.

Formið

Tennis maður!!! Ekkert smá gott sport sem þarf að innleiða betur á Íslandinu góða, ég er ekkert smá góður þótt ég segi sjálfur frá, ekki tapað leik hingað til og hef sigrað manna og annan frá hinum ótrúlegustu löndum. Að sjálfsögðu enda ég svo hvern leik með sömu setningu sem af lekur blæðandi stolt "Iceland undefeated" enda má ég alveg hafa smá þjóðerniskennd sjálfur. Ég skráði mig líka í Badminton til að halda mér í leikformi því ég hef sterkan grun um að Bísúll, Haffi og Óli séu ekkert að slaka á heima með það eitt að takmarki að vinna mig loksins, þið sem ekki fylgist með þeim bestu vitið kannski ekki að við fjórir spiluðum badda svona eins og vikulega síðasta vetur og ef mig minnir rétt er ég einnig ósigraður á þeim vígvelli, það stendur allavega á bikarnum sem ég afhenti sjálfum mér í gær. Annars þá kann kennarinn ekki badminton svo hún lét kennsluna í mínar hendur og í staðinn fæ ég A+ og má sleppa 6 tímum, góður díll finnst mér.

Kynnir kvöldsins

Rótarý

Fór um daginn til Clayton sem er rétt fyrir utan Atlanta í boði rótarý ásamt fjölda fólks allsstaðar af úr fylkinu. Gistum á þessu voða flotta hóteli og fórum í skemmtigarð sem var dálítið ömurlegur en gott fólk og gott veður bættu fyrir það auk þess sem partýin um kvöldin voru ekki af lakari endanum. Tveimur helgum áður var önnur slík helgi, sú eina sem allir styrkþegar verða að sækja. Sú var haldin í Americus en þangað kom ekkert smá mikið af fólki, rótarý fólk hvaðan af úr heiminum til þess eins að hitta okkur. Eftir matinn var svo farið í leikhúsið sem er ekkert smá flott þar sem allir rótarý styrkþegar hópuðu sig saman eftir löndum og fluttu "talent" atriðið. Þar sem ég er einn frá Íslandi ákvað ég að fara í áheyrendaprufur um að vera kynnir kvöldsins og úr hópi 10 umsækjanda var GarkanX að sjálfsögðu valinn "Iceland undefeted." Já ég ætlaði ekki einn uppá svið að syngja þó röddin sé til staðar eins og allir vita ;) En ég hélt fullum salnum hlægjandi allan tíman með óviðeigandi bröndurum og skotum á Bandarísku þjóðina, og þau héldu öll að ég væri að grínast haha þvílíkt og annað eins. Eða eins og Audda Blö myndi orða það "krossþroskaheft."

Lok kvölds Kvöldmaturinn GarkanX í pontu

Downtown Savannah er ekkert smá flottur staður og næturlífið ekki af verri endanum, fullt af góðum börum og klúbbum ...... og bjórinn ekki svo dýr ;) Uppáhalds staðnum mínum er best lýst svona "5$ inn og bjórinn á 1$ það sem eftir er" ekki slæmt.

Las Vegas  

Ohhhhhhhhhh þetta verður gaman! 19-25. nóvember verð ég í Las Vegas ásamt Emma og Kjarra. Ég get varla beðið. Emmi og Kjarri kunna ekki alveg nægilega vel á þetta svo refur ársins ætlar með, það er ÉG hahaha neinei en þið fáið óljósar lýsingar á þeirri ferð bráðlega en eins og þið vitið "what happens in Vegas, stays in Vegas." Mamma er alveg á tauginni þó að hún vilji ekki viðurkenna það haha það er gaman af þeirri gömlu, alveg yndisleg!

New York

Þetta endar líklegast með því að ég verði í NY um áramótin en fullt af fólki sem ég þekki hérna eru að fara, veit reyndar ekki alveg fjárhagslega hvernig þetta á að gerast en það reddast eins og Steini veit allra manna best eru peningar aldrei issue haha. 

Framundan......

....... er geðveik helgi og svo næstu helgi fer ég á fótbolta leik og siglingu um St. Simons Island .............. þangað til næst ;) Góða helgi!!!

 

   


Höfundur

Ásgeir Guðmundsson
Ásgeir Guðmundsson
Gamall Kvennskælingur og félagsmaður mikill. Vesturbæingur í húð og hár sem stendur ekki á sama. Mér finnst lífið skemmtilegt og þess virði að lifa. Ég á góða vini og frábæra fjölskyldu sem veita mér aðhald og ást.

Nýjustu myndir

  • Kvöldmaturinn GarkanX í pontu
  • Lok kvölds
  • Kynnir kvöldsins
  • Kynnir kvöldsins
  • DSCF1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband