26.9.2008 | 21:26
Savannah, Armstrong, NY og LV
Jæja þá loksins efni ég loforð mín og blogga ;)
Skóli (lífsins)
Já lífið er gott! Ég skal kenna ykkur á lífið við fyrsta tækifæri en nú fæ ég að njóta. Eftir að hafa komið mér ágætlega fyrir í íbúðinni ásamt þremur öðrum drengjum, sem hver er öðrum betri, var komið að alvörunni. Skólinn hófst 18. síðasta mánaðar og það var ekki fyrr en á síðustu stundu sem að ég loksins ákvað mig. Fyrst var ég skráður sem líffræði major af einhverjum undarlegum ástæðum en ég var fljótur að breyta því yfir í verkfræði, eftir nokkra klukkutíma umhugsun breytti ég aftur um major yfir í Hagfræði því ég var og er ekki tilbúinn til að eyða þessu ári í eintóma stærðfræði og vitleysu. Ég tek bæði rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði á þessari önn í bland við US. History. Eftir að hafa stressað mig á að enskan yrði mér að falli í um viku var ég ásamt öllum öðrum í bekknum látin taka einskonar enskupróf þar sem ég rúllaði sjálfum kananum upp og fann mitt hógværa sjálfstraust á ný. Ég skráði mig úr áfanga sem heitir "American foreign policy" eftir fyrsta tímann en prófessorinn byrjaði tímann á kenna Evrópuráðinu um stríðið í Georgíu og lýsa yfir strangri þjóðerniskennd sem enginn megi gagnrýna svo ég, eins og flestir sem mig þekkja vita, gat ekki ímyndað mér að sitja undir þeirri fánahylli og munnræpu sem það var við völd og gekk út án eftirsjá ;)
Skólinn gengur óvenju vel þrátt fyrir að hann spili lítið hlutverk í veru minni hérna, allavega hingað til ;) En að skemmtilegri málum..... drengirnir sem ég deili íbúð með heita Kyle, Greg og Rob sem eru dáldið týpísk nöfn en það eru þeir ekki. Yndælis drengir sem kunna að skemmta sér, Kyle varð 21 árs í gær svo helgin er frátekin fyrir pöbbarölt með greyið stráknum.
Formið
Tennis maður!!! Ekkert smá gott sport sem þarf að innleiða betur á Íslandinu góða, ég er ekkert smá góður þótt ég segi sjálfur frá, ekki tapað leik hingað til og hef sigrað manna og annan frá hinum ótrúlegustu löndum. Að sjálfsögðu enda ég svo hvern leik með sömu setningu sem af lekur blæðandi stolt "Iceland undefeated" enda má ég alveg hafa smá þjóðerniskennd sjálfur. Ég skráði mig líka í Badminton til að halda mér í leikformi því ég hef sterkan grun um að Bísúll, Haffi og Óli séu ekkert að slaka á heima með það eitt að takmarki að vinna mig loksins, þið sem ekki fylgist með þeim bestu vitið kannski ekki að við fjórir spiluðum badda svona eins og vikulega síðasta vetur og ef mig minnir rétt er ég einnig ósigraður á þeim vígvelli, það stendur allavega á bikarnum sem ég afhenti sjálfum mér í gær. Annars þá kann kennarinn ekki badminton svo hún lét kennsluna í mínar hendur og í staðinn fæ ég A+ og má sleppa 6 tímum, góður díll finnst mér.
Rótarý
Fór um daginn til Clayton sem er rétt fyrir utan Atlanta í boði rótarý ásamt fjölda fólks allsstaðar af úr fylkinu. Gistum á þessu voða flotta hóteli og fórum í skemmtigarð sem var dálítið ömurlegur en gott fólk og gott veður bættu fyrir það auk þess sem partýin um kvöldin voru ekki af lakari endanum. Tveimur helgum áður var önnur slík helgi, sú eina sem allir styrkþegar verða að sækja. Sú var haldin í Americus en þangað kom ekkert smá mikið af fólki, rótarý fólk hvaðan af úr heiminum til þess eins að hitta okkur. Eftir matinn var svo farið í leikhúsið sem er ekkert smá flott þar sem allir rótarý styrkþegar hópuðu sig saman eftir löndum og fluttu "talent" atriðið. Þar sem ég er einn frá Íslandi ákvað ég að fara í áheyrendaprufur um að vera kynnir kvöldsins og úr hópi 10 umsækjanda var GarkanX að sjálfsögðu valinn "Iceland undefeted." Já ég ætlaði ekki einn uppá svið að syngja þó röddin sé til staðar eins og allir vita ;) En ég hélt fullum salnum hlægjandi allan tíman með óviðeigandi bröndurum og skotum á Bandarísku þjóðina, og þau héldu öll að ég væri að grínast haha þvílíkt og annað eins. Eða eins og Audda Blö myndi orða það "krossþroskaheft."
Downtown Savannah er ekkert smá flottur staður og næturlífið ekki af verri endanum, fullt af góðum börum og klúbbum ...... og bjórinn ekki svo dýr ;) Uppáhalds staðnum mínum er best lýst svona "5$ inn og bjórinn á 1$ það sem eftir er" ekki slæmt.
Las Vegas
Ohhhhhhhhhh þetta verður gaman! 19-25. nóvember verð ég í Las Vegas ásamt Emma og Kjarra. Ég get varla beðið. Emmi og Kjarri kunna ekki alveg nægilega vel á þetta svo refur ársins ætlar með, það er ÉG hahaha neinei en þið fáið óljósar lýsingar á þeirri ferð bráðlega en eins og þið vitið "what happens in Vegas, stays in Vegas." Mamma er alveg á tauginni þó að hún vilji ekki viðurkenna það haha það er gaman af þeirri gömlu, alveg yndisleg!
New York
Þetta endar líklegast með því að ég verði í NY um áramótin en fullt af fólki sem ég þekki hérna eru að fara, veit reyndar ekki alveg fjárhagslega hvernig þetta á að gerast en það reddast eins og Steini veit allra manna best eru peningar aldrei issue haha.
Framundan......
....... er geðveik helgi og svo næstu helgi fer ég á fótbolta leik og siglingu um St. Simons Island .............. þangað til næst ;) Góða helgi!!!
26.8.2008 | 19:39
Allt og ekkert
Seint koma sumir en koma þó ;) Afsaka töfina á þessu en síðan ég kom er búið að vera brjálað að gera hér í ríki ferskjunar.
Ferðin
Eftir að hafa eytt síðasta deginum já og dögum í að kveðja fólkið, vini og fjölskyldu, var komið að því að flytjast úr landi. Líklega hafa margir beðið eftir þeirri stundu í langan tíma en mamma gamla vildi nú samt helst ekkert sleppa sínu uppáhalds alveg strax held ég, já Ásta og Ingi sínu uppáhalds - spyrjið hana bara ;) Flugið til New York var tiltölulega rólegt þrátt fyrir að áfengislyktin af manninum við hliðin á mér hafa verið heldur mikil og smá stress í mér vegna tímaþröngs á milli fluga. Ég hafði sem sagt um 90min á milli fluga sem venjulega er plenty en USA varðandi landamæraeftirlit er ekkert eðlilegt og þá sérstaklega þegar þú ert að koma inní landið með non-immigrant vegabréfsáritun. Vélin kom þó á tíma og fyrir einstaka hæfileika mína í troðast í röðum hafðist þetta allt saman og ég náði fluginu til Jacksonville.
Móttakan
Verð nú að viðurkenna að það var smá stress í mér þegar ég kom til Jacksonville í Florida en Paula Goodnow átti að ná í mig á flugvöllinn og satt best að segja þá er hún ekkert svo sjarmerandi í e-mail samskiptum þessi elska. Eftir að hafa labbað framhjá henni líklega fimm sinnum hittumst við loks og náðum bara svona helvíti vel saman. Þó hún sé komin á aldur er sálin ung og fersk. Eftir um 30 min akstur frá Jacksonville til St. Marys í Georgíu komum við að svefnstaðnum fyrir næstu tvær nætur að heimili hennar, eiginmanns og tveggja dætra. Risa hús eins og líklega flestir Rótarý meðlimir eiga og líklegast 2 eða 3. Klukkan var margt og þreytta komin í kallinn eftir langt ferðalega og töluvert magn af eftirvæntingu í bland við stress svo ég hélt í bólið eftir að hundarnir þeirra höfðu ráðist á mig vegna grunns um innbrot, það reddaðist.
Eins Amerískt og það gerist
Ameríkanar fara út að borða tvisvar á dag að mörgu leiti vegna þess hversu ódýrt það er, líklega ódýrara en að elda heima ef tíminn sem fer í það er tekinn inní jöfnuna. Hádegismaturinn á fyrsta degi tekinn á "Spankys", rúntað um St Marys á Amerískum SUV og svo út að borða um miðjan dag og aftur um kvöldið með fullt að fólki sem öll vildu hitta og sjá hinn eina sanna víking. Eftir matinn fór gamla fólkið heim að vanda en ég ásamt nokkrum sætum píum urðum eftir á þessum mexíkóska veitingastað þar sem þjónarnir töluðu mjög opinskátt um að þeir væru ólöglegir innflytjendur. Við fengum að vera eftir á staðnum efir lokun í fríu áfengi og alles.... ég eignaðist mexíkóska fjölskyldu þetta kvöld ;)
Kl. 07:45 daginn eftir kom Alan, einn af Rótarý fólkinu að ná í mig til að fara á minn fyrsta rótarý fund hér í USA. Ég hélt 15 min kynningu um Ísland sem vakti mikla lukku og var beðinn um að halda fleiri slíkar kynningar fyrir heiðursnemendur í skólakerfi fylkisins en yfirmaður þess er í rótarý klúbbnum sem ég heimsótti. Eftir fundinn tók við skoðanaferð um svæðið sem var þó stutt en Bert Guy, rótarý, þurfti að fara á símafund með McCain! Já GarkanX fékk að sitja þennan fund þar sem nokkrir "delegates" eins og Bert spjölluðu um herferðina við forsetaframbjóðandann. Mér fannst þetta dáldið cool verð ég að viðurkenna þó að ég hvorki styðji hann né hans flokk ;)
Bert og Alan eru yngstu meðlimir klúbbsins eða um 30-33 ára gamlir og kunna að skemmta sér, það eitt er víst. Eftir fundinn fórum við þrír á land Alans og hans fjölskyldu. Landið er um 10.000 acres sem er huge!!! Eiginlega endalaust en margir eiga hluta úr því eða leigja etc. Við fórum eins langt og við gátum inn skóginn/mýrina á pick-up en fórum svo um 20-30 min leið á fjórhjólum lengra inn með allt sem þurftum til að vera ekta amerískir. Byssur og Whisky. Eyddum svo kvöldinu í skjóta á milli sopans og góðra saga.
Campus og veðrið
Eftir ævintýranótt í mýrinni var kominn tími til að keyra norður til Savannah og koma sér fyrir í nýju íbúðinni. Íbúðin kom mér virkilega á óvart, mjög snyrtileg og stór. Líklega aðeins stærri en íbúðin á Hverfisgötu og hvert svefnherbergi svipað og herbergið hans Steina, bara svona svo þið fáið einhverja hugmynd haha ;) Stór sofa sem er samtengd eldhúsinu og svo 2 stór baðherbergi.
Campus svæðið er ekkert smá flott! Fullt af gróðri og flottum stelpum ;) Ekkert miðað við ykkur heima þó en samt gott. Það er alltaf stutt í gleðina hérna og þá sérstaklega núna þegar skólinn er nýbyrjaður. Beint fyrir utan er svo strandblakvöllur og hinu megin við götuna er rækt og allt sem því fylgir.
Ég hélt að hitinn ætlaði að ganga að mér dauðum fyrstu dagana og þá rakinn sérstaklega, þetta er eins og labba í skýi maður blotnar bara við það eitt að standa já eða sitja. Óli, Haffi og Egill G þurfa að passa sig því ef þetta heldur áfram mun bavinn taka framúr í opinberi tan keppni Klakans.
Síðustu dagar hafa þó verið heldur blautir vegna FAY en ekkert stórvægilegt nema þá að tvö huge tré féllu um 3 metra frá íbúðinni.... ég var samt ekki heima svo no harm no foul ;)
Þetta er allt svo skemmtilegt hérna þó að ég neiti ekki fyrir örlítinn söknuð til vina og vandamanna ....... en þið gleymist seint eða aldrei ;) Hef það ekki lengra að þessu sinni, segi ykkur meira af vinum og öðru later ;)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.8.2008 | 00:36
Lífið er gott!!!
20.2.2008 | 20:27
Af (MR)hroka Stefáns Pálssonar
Það var ljótt af Stefáni að segja lið Kvennaskólans "hvort sem er ekki hafa átt möguleika á að vinna þessa keppni" en það var haft eftir honum í Fréttablaðinu í dag. Hann af öllum mönnum á að vita betur en að láta slíka vitleysu uppúr sér, málið er viðkvæmt og að sjálfsögðu taka keppendur orð hans inná sig vegna reynslu og árangurs hans í Gettu Betur. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Auk þess er algengt að lið sem hafi komist svo langt öllum að óvörum bæti sig talsvert á loka sprettinum, Stefán er greinilega enn haldinn þeirri firru að MR, hans gamla lið, eigi eina almennilega liðið í Gettu Betur.
Bæði núverandi og fyrrverandi MR-ingar eru oft sagðir haldnir MR-hroka sem felst í stöðugri trú þeirra á að MR sé besti skólinn á Íslandi, "við erum elst,við erum best" og að skoðanir þeirra séu meira virði en annarra. Að aðrir framhaldsskólar séu "the easy way out" og ef þú vilt verða eitthvað í samfélaginu verðurðu að hafa útskrifast úr MR. Líklega má finna slíka tryggð innan veggja flestra skóla en MR-hrokinn er hvað mest umtalaður.
Það fer reyndar fækkandi í hópi "MR-hrokana" líklega vegna minnkandi vinsælda MR en færri og færri sækja um í skólann skilst mér á meðan hinir "gömlu"skólarnir Versló, MH og Kvennó hafa ekki undan umsóknum.
Ætli Stefán sé einn af þessum "MR-hrokum" og eigi erfitt með að sætta sig við velgengni annarra en MR? Eitt er víst að ég er haldinn Kvennó-hroka eins og flestir vita.
Góðar stundir,
Ásgeir
MH og Kvennaskólinn senda frá sér yfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2008 | 20:27
Vill hún stólinn?
Hún er án efa einhver klárasti stjórnmálamaður á Íslandi í dag, sterkur karakter sem lætur engan yfir sig ganga. Síðan er annað mál hvort hún vilji borgarstjórastólinn eftir allt saman, ég er ekkert viss um það!
Á síðustu misserum hafa fjölmiðlar birt viðtöl þar sem talað er um svo til gerða valdabaráttu milli Hönnu og Gísla, að hvorki þau né flokkurinn geti gert það upp við sig hver eigi að taka við. Ég held hins vegar að þau séu bæði til í tuskið en ekki endilega strax og vilji í raun hvorugt taka við eins slæmu búi og raun er. Húsið við tjörnina logar og þótt borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi öll vatn á eldinn er ekkert víst að einhver vilji tæma brúsann svo snemma á pólitískum ferli sínum.
Ef Hanna Birna tekur við og Sjálfstæðisflokkurinn "tapar" í næstu kosningum verður sá atburður lýti á ferilskrá Hönnu það sem eftir er. Hún ætti að hleypa öðrum að og færa sig í landspólitíkina þar munum við sjá hennar rétta og sanna sjálf!
Hlauptu Hanna, Hlauptu!!!
Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2008 | 16:30
Afturhaldssemi/Skandall
Sú ákvörðun að Kvennó fari ekki áfram er skandall. Niðurstaðan er byggð á þeim rökum að slíkt hafi aldrei verið gert áður. Þetta er óréttlæti bæði gagnvart MH og Kvennó.
MH-ingar hljóta að víla það fyrir sér hvort liðið segi sig ekki úr keppni og leyfi réttmætum sigurvegurum að halda áfram, liðið hlýtur að finna sig í einhverskonar tilvistarkreppu það sem eftir er af keppninni.
Mistök hafa komið fyrir áður í Gettu Betur þá oftast vafaatriði eða svör gefin sem gætu talist rétt en ekki nákvæmlega svarið sem dómari leitar eftir, það á hins vegar ekki við hér.
Í það minnsta á RÚV að greiða nemendafélagi Kvennaskólans skaðabætur sem samsvarar þeirri upphæð sem liðið hefði fengið fyrir sigur.
Einnig gagnrýni ég RÚV, stýrihóp GB og Andrés Indriðason harkalega fyrir algjöru vöntun á upplýsingaflæði til áhorfenda, GB heimasíða RÚV er svo gott sem dauð og ef ekki væri fyrir frábært framtak einkaaðila, www.gettubetur.is , væri engin umfjöllun um keppnina í ár.
En svona getur lífið verið ósanngjarnt!!!
Mistök í Gettu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2008 | 12:25
Blog, blog,blog!
Heil og sæl ágæta fólk,
Nú fannst mér kominn tími á blog, já eins og þið sjáið hef ég stofnað blog-síðu eins og flestir heilvita menn gera nú á dögum. Þetta er ágæt leið til að koma skoðunum sínum á framfæri og gefur öðrum færi á að gagnrýna mín skrif.
Ég hef lagt það í vana minn að skrifa ávallt undir nafni, ég skammast mín ekki fyrir skoðanir mínar og tel mig geta ætlast til þess sama af mínum lesendum þ.e. að hér gagnrýni allir undir nafni.
Síðan er tileinkuð já mér og bara mér og mínum skoðunum, skoðun er aldrei röng. Skoðun getur verið óupplýst og allt til heimskuleg en ekki mínar en eins og vinir mínir og fjölskylda vita manna best hef ég sjaldan eða aldrei rangt fyrir mér.
Hér munu ýmsir fá að heyra það, ég þoli ekki misstök þá sérstaklega því að ég geri þau.
Kær kveðja,
Ásgeir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar