Allt og ekkert

Seint koma sumir en koma þó ;) Afsaka töfina á þessu en síðan ég kom er búið að vera brjálað að gera hér í ríki ferskjunar.

Ferðin

Eftir að hafa eytt síðasta deginum já og dögum í að kveðja fólkið, vini og fjölskyldu, var komið að því að flytjast úr landi. Líklega hafa margir beðið eftir þeirri stundu í langan tíma en mamma gamla vildi nú samt helst ekkert sleppa sínu uppáhalds alveg strax held ég, já Ásta og Ingi sínu uppáhalds - spyrjið hana bara ;) Flugið til New York var tiltölulega rólegt þrátt fyrir að áfengislyktin af manninum við hliðin á mér hafa verið heldur mikil og smá stress í mér vegna tímaþröngs á milli fluga. Ég hafði sem sagt um 90min á milli fluga sem venjulega er plenty en USA varðandi landamæraeftirlit er ekkert eðlilegt og þá sérstaklega þegar þú ert að koma inní landið með non-immigrant vegabréfsáritun. Vélin kom þó á tíma og fyrir einstaka hæfileika mína í troðast í röðum hafðist þetta allt saman og ég náði fluginu til Jacksonville.

Móttakan

Verð nú að viðurkenna að það var smá stress í mér þegar ég kom til Jacksonville í Florida en Paula Goodnow átti að ná í mig á flugvöllinn og satt best að segja þá er hún ekkert svo sjarmerandi í e-mail samskiptum þessi elska. Eftir að hafa labbað framhjá henni líklega fimm sinnum hittumst við loks og náðum bara svona helvíti vel saman. Þó hún sé komin á aldur er sálin ung og fersk. Eftir um 30 min akstur frá Jacksonville til St. Marys í Georgíu komum við að svefnstaðnum fyrir næstu tvær nætur að heimili hennar, eiginmanns og tveggja dætra. Risa hús eins og líklega flestir Rótarý meðlimir eiga og líklegast 2 eða 3. Klukkan var margt og þreytta komin í kallinn eftir langt ferðalega og töluvert magn af eftirvæntingu í bland við stress svo ég hélt í bólið eftir að hundarnir þeirra höfðu ráðist á mig vegna grunns um innbrot, það reddaðist.

Eins Amerískt og það gerist

Ameríkanar fara út að borða tvisvar á dag að mörgu leiti vegna þess hversu ódýrt það er, líklega ódýrara en að elda heima ef tíminn sem fer í það er tekinn inní jöfnuna. Hádegismaturinn á fyrsta degi tekinn á "Spankys", rúntað um St Marys á Amerískum SUV og svo út að borða um miðjan dag og aftur um kvöldið með fullt að fólki sem öll vildu hitta og sjá hinn eina sanna víking. Eftir matinn fór gamla fólkið heim að vanda en ég ásamt nokkrum sætum píum urðum eftir á þessum mexíkóska veitingastað þar sem þjónarnir töluðu mjög opinskátt um að þeir væru ólöglegir innflytjendur. Við fengum að vera eftir á staðnum efir lokun í fríu áfengi og alles.... ég eignaðist mexíkóska fjölskyldu þetta kvöld ;)

Kl. 07:45 daginn eftir kom Alan, einn af Rótarý fólkinu að ná í mig til að fara á minn fyrsta rótarý fund hér í USA. Ég hélt 15 min kynningu um Ísland sem vakti mikla lukku og var beðinn um að halda fleiri slíkar kynningar fyrir heiðursnemendur í skólakerfi fylkisins en yfirmaður þess er í rótarý klúbbnum sem ég heimsótti. Eftir fundinn tók við skoðanaferð um svæðið sem var þó stutt en Bert Guy, rótarý, þurfti að fara á símafund með McCain! Já GarkanX fékk að sitja þennan fund þar sem nokkrir "delegates" eins og Bert spjölluðu um herferðina við forsetaframbjóðandann. Mér fannst þetta dáldið cool verð ég að viðurkenna þó að ég hvorki styðji hann né hans flokk ;)

Bert og Alan eru yngstu meðlimir klúbbsins eða um 30-33 ára gamlir og kunna að skemmta sér, það eitt er víst. Eftir fundinn fórum við þrír á land Alans og hans fjölskyldu. Landið er um 10.000 acres sem er huge!!! Eiginlega endalaust en margir eiga hluta úr því eða leigja etc. Við fórum eins langt og við gátum inn skóginn/mýrina á pick-up en fórum svo um 20-30 min leið á fjórhjólum lengra inn með allt sem þurftum til að vera ekta amerískir. Byssur og Whisky. Eyddum svo kvöldinu í skjóta á milli sopans og góðra saga.

DSCF1034

 

 

 

 

 

 

 

 

Campus og veðrið

Eftir ævintýranótt í mýrinni var kominn tími til að keyra norður til Savannah og koma sér fyrir í nýju íbúðinni. Íbúðin kom mér virkilega á óvart, mjög snyrtileg og stór. Líklega aðeins stærri en íbúðin á Hverfisgötu og hvert svefnherbergi svipað og herbergið hans Steina, bara svona svo þið fáið einhverja hugmynd haha ;) Stór sofa sem er samtengd eldhúsinu og svo 2 stór baðherbergi.

Campus svæðið er ekkert smá flott! Fullt af gróðri og flottum stelpum ;) Ekkert miðað við ykkur heima þó en samt gott. Það er alltaf stutt í gleðina hérna og þá sérstaklega núna þegar skólinn er nýbyrjaður. Beint fyrir utan er svo strandblakvöllur og hinu megin við götuna er rækt og allt sem því fylgir.

Ég hélt að hitinn ætlaði að ganga að mér dauðum fyrstu dagana og þá rakinn sérstaklega, þetta er eins og labba í skýi maður blotnar bara við það eitt að standa já eða sitja. Óli, Haffi og Egill G þurfa að passa sig því ef þetta heldur áfram mun bavinn taka framúr í opinberi tan keppni Klakans.

Síðustu dagar hafa þó verið heldur blautir vegna FAY en ekkert stórvægilegt nema þá að tvö huge tré féllu um 3 metra frá íbúðinni.... ég var samt ekki heima svo no harm no foul ;)

 

Þetta er allt svo skemmtilegt hérna þó að ég neiti ekki fyrir örlítinn söknuð til vina og vandamanna ....... en þið gleymist seint eða aldrei ;) Hef það ekki lengra að þessu sinni, segi ykkur meira af vinum og öðru later ;)  

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleði gleði.. ég væri að ljúga ef ég segði að ég öfundaði þig ekki pínu.. smá..

gabriella (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 23:48

2 identicon

Gan X Gar ... þetta eru nú meiri ævintýrin dreng... en það væri nú saga til næstu álfu ef Bumban mundi koma heim tanaðri en Gæsin... erfitt að trúa því en ég meina... Allt getur gerst í þessum, óútreiknanlega heimi;)... EN skemmtu þér kútur... og keep bloggin!

Óli Kári (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 01:05

3 identicon

Hæ ásgeir minn, gott að allt gengur vel:) Passaðu þig bara á matnum þarna í ameríkunni svo við þurfum ekki að taka á móti tveimur ásgeirum þegar þú kemur heim...knús til Geirlings frá sex machine;)

Signý (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásgeir Guðmundsson
Ásgeir Guðmundsson
Gamall Kvennskælingur og félagsmaður mikill. Vesturbæingur í húð og hár sem stendur ekki á sama. Mér finnst lífið skemmtilegt og þess virði að lifa. Ég á góða vini og frábæra fjölskyldu sem veita mér aðhald og ást.

Nýjustu myndir

  • Kvöldmaturinn GarkanX í pontu
  • Lok kvölds
  • Kynnir kvöldsins
  • Kynnir kvöldsins
  • DSCF1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband