Afturhaldssemi/Skandall

Lið Kvennó stóð sig með mikilli prýði

   

Sú ákvörðun að Kvennó fari ekki áfram er skandall. Niðurstaðan er byggð á þeim rökum að slíkt hafi aldrei verið gert áður. Þetta er óréttlæti bæði gagnvart MH og Kvennó.

    MH-ingar hljóta að víla það fyrir sér hvort liðið segi sig ekki úr keppni og leyfi réttmætum sigurvegurum að halda áfram, liðið hlýtur að finna sig í einhverskonar tilvistarkreppu það sem eftir er af keppninni.

    Mistök hafa komið fyrir áður í Gettu Betur þá oftast vafaatriði eða svör gefin sem gætu talist rétt en ekki nákvæmlega svarið sem dómari leitar eftir, það á hins vegar ekki við hér. 

     Í það minnsta á RÚV að greiða nemendafélagi Kvennaskólans skaðabætur sem samsvarar þeirri upphæð sem liðið hefði fengið fyrir sigur.

    Einnig gagnrýni ég RÚV, stýrihóp GB og Andrés Indriðason harkalega fyrir algjöru vöntun á upplýsingaflæði til áhorfenda, GB heimasíða RÚV er svo gott sem dauð og ef ekki væri fyrir frábært framtak einkaaðila, www.gettubetur.is , væri engin umfjöllun um keppnina í ár.  

En svona getur lífið verið ósanngjarnt!!!


mbl.is Mistök í Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

man nú eftir að fyrir nokkrum árum þá svaraði MH rétt

með spurningunni hver var fyrsta breiðskífa Kolrössu Krókríðandi

svarið var Drápa og fengu MHingar vitlaust fyrir ..

Heida (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 17:04

2 identicon

Dómarinn gerði bara mistök.  Það er bara partur af þessu öllu saman.  Óþarfi hjá krökkunum í Kvennaskólanum að vera svona tapsárir.

Atli (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 17:51

3 Smámynd: Ásgeir Guðmundsson

auk þess má nefna að oft hefur verið bætt við stigum eftir á en þá alltaf sagt "ekki að það breyti úrslitum"

Ásgeir Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 17:52

4 Smámynd: Birkir Helgi Stefánsson

Þú verður að taka Human Factor til greina, MHingar hefðu ekki hagað sér eins ef að kvennskælingar væru svona nálægt þeim í stigum og ef til vill svarað fyrr og jafnvel rétt í síðari hluta leiksins.

"Í það minnsta á RÚV að greiða nemendafélagi Kvennaskólans skaðabætur sem samsvarar þeirri upphæð sem liðið hefði fengið fyrir sigur."

 Ertu að tala um að við eigum að gera ráð fyrir því að Kvennaskólinn hefði unnið Gettu Betur keppnina?



Birkir Helgi Stefánsson, 19.2.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Ásgeir Guðmundsson

Að sjálfsögðu er alltaf hægt að færa rök fyrir því að lið beiti sér öðruvísi eftir stigamun en ef reglur eru skýrar um kærufrest og lið hafi það ávallt í huga að mistök gætu átt sér stað í keppninni o.þ.a.l. gæti stigum verið bætt við væru málin öðruvísi.

 Ekkert að gera ráð fyrir einu né neinu en að sjálfsögðu á nemendafélagið að fá skaðabætur þegar málið liggur svo skýrt fyrir. Mín hugmynd af upphæð er hinsvegar sú að hún samsvari sigurlaunum.

Ásgeir Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 18:54

6 identicon

Það er augljóst mál í þessu tilfelli að eitthvað þarf að gera. Þau rök að ekki séu fordæmi fyrir því að breyta úrslitum eða endurtaka keppnir eru marklaus. Það hafa oft komið upp álitamál en þetta liggur í augum uppi og dómarinn sjálfur búinn að játa sín mistök.

Báðir skólar eru með góð og sterk lið til að tefla fram í þessari keppni í ár og gætu þau bæði náð ansi langt, án vafa í úrslit. Fyrir hverja keppni fá nemendafélögin góða peningasummu sem koma nemendum skólanna vel. Því eru Kvennskælingjar að horfa á eftir mikilum peningum.

Einnig þarf skólinn sjálfur að horfa á eftir ansi góðri auglýsingu, en það er löngu ljóst að Gettu Betur hefur mikil áhrif orðspor skólana og þar af leiðandi á það hvert góðir og efnilegir grunnskóla nemendur sækja framhaldsnám sitt.

Nú er komið að því að dómarinn og rúv leiðrétti þessi mistök og endurtaki keppnina eða gefi Kvennskælingjum stigið.

Mín skoðun er sú að réttast væri að endurtaka keppnina.

Óska SÍF alls hins besta og er virkilega ánægður hversu sýnileg og dugleg þau eru.

Ég er ekki kvennskælingur og ég er ekki Mh-ingur.

Vilmundur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásgeir Guðmundsson
Ásgeir Guðmundsson
Gamall Kvennskælingur og félagsmaður mikill. Vesturbæingur í húð og hár sem stendur ekki á sama. Mér finnst lífið skemmtilegt og þess virði að lifa. Ég á góða vini og frábæra fjölskyldu sem veita mér aðhald og ást.

Nýjustu myndir

  • Kvöldmaturinn GarkanX í pontu
  • Lok kvölds
  • Kynnir kvöldsins
  • Kynnir kvöldsins
  • DSCF1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 109

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband